Vinur minn, listasmiðurinn, Grímur Jónsson, hefir undanfarin 3-4 ár verið, að gera upp og endurnýja gamalt mótorhjól, Henderson, ágerð 1918.
Hérna má sjá hvernig það leit út, þegar hann hóf verkið.
Og hérna og einnig hér sést, hvernig það lítur út, í dag, í október 2011.
Einnig má sjá hérna, þegar verið var, að stilla og prófa vélina, sem er fjögurra strokka og loftkæld. Það var gert suður í Garði, hjá miklum vélaáhugamanni, Guðna Ingimundarsyni. Athugið, að reykurinn, sem liðast upp af vélinni, er vegna þess, að það er svarta málningin utan á strokkunum, sem er að brenna.
Svo koma tveir hlekkir, sem sýna annars vegar, þegar vélin er prófuð, en ekki endanlega stillt, eftir að hún er komin í hjólið og hins vegar, þegar gírarnir eru prófaðir:
Smellið á hlekkina, hér fyrir neðan: