Hornvík

Dagana 6.-9. júlí 2001 fórum við Þorgerður til Hornvíkur á Hornströndum. Við völdum sjóleiðina og tókum okkur far með bátnum Guðnýju, sem er 40 manna fley. Fullskipað var, er við héldum frá bryggju á Ísafirði kl 12, í hinu mesta blíðviðri, sem hélst alla leið. Leið okkar lá til Aðalvíkur, en þar var fólki og farangri skipað á land, þ.e. selflutt í gúmmítuðru, bæði að Sæbóli og að Látrum. Því næst var komið að Atlastöðum í Fljótavík og þar léttist báturinn heilmikið. Síðan var siglt fyrir Kögur og stefnan tekin að Hornbjargi, sem gægðist rétt norður fyrir Hælavíkurbjarg. Komum við í Hornvíkina um kl. 5 síðdegis. Samferðafólk okkar og göngufélagar næstu daga var öndvegisfólkið Jóhannes og Kristbjörg frá Skáleyjum á Breiðafirði, og Sveinn og Kristín Karólína úr Reykjavík. Veðrið lék við okkur allt fram að mánudeginum þ. 9., en þá var komin ákveðin norðanátt með RIGNINGU, og flutu þá hlutir ýmist upp eða sukku, sbr. myndin: rigning .

Smellið á myndatextana til vinstri: