Fyrir þá sem ekki vita, þá er GUSTUR í mínum huga tilvísun á GUðbjart STURluson, þann eina sanna.

Ætt og átthagar Fjölskyldan Blandað efni Tómstundir Senda bréf Heilsan

Nýjasta efnið:

Hekla, í apríl 2003.

Henderson 1918 -> Bl. efni

Heilsan -> Sykursýki 2

Heilsan -> Viðtal / Jóhann G.

Heilsan ->Jóhann G.

Heilsan ->Johanna Budwig

11.2011

06.2011

06.2011

02.2011

02.2011

Hjólað í Skerjafirði 2006

Það er með þessa heimasíðu, eins og trúlega flestar einkasíður, að innihald þeirra snýst um hið stóra ÉG hvers og eins heimasíðueiganda, og ætla ég ekki að reyna, að skilgreina mig neitt öðruvísi, heldur hafa aðeins gaman af.
Efni heimasíðunnar endurspeglar áhuga minn á ferðalögum og ýmsum öðrum málum, ásamt því, að ég er sjálfur að bögglast við að setja heimasíðuna upp, og vonandi á þess eftir að sjást merki, eftir því sem fram líða stundir, að batni bæði útlit og framsetning innihalds.
Myndefnið er ýmis augnablik úr lífi mínu, mismerkileg fyrir utan það, að öll tengjast þau mér á einn eða annan hátt. Flestar eru myndirnar teknar hér innanlands, en nokkrar má finna erlendis frá. Ég kem til með að skipta myndunum út af og til, því bæði er, að rými á netinu er takmark
að, og eins það, að það er miklu skemmtilegra að finna eitthvað nýtt næst.

Það er einlæg von mín, að þið, gestir mínir, megið hafa nokkurt gaman af því, að vafra um þessar síður, og ef þið viljið skrifa mér línur, þá smellið á tengilinn "Senda bréf", því ég hefi ekkert á móti því, að fá álit ykkar og athugasemdir í nokkrum línum.
Þú ert sá  ., sem heimsækir oss.   Þessi heimasíða var síðast uppfærð þann: 02-Nov-2011